Breiðdalssetur ses - Gamla Kaupfélagið - Sæberg 1 - 760 Breiðdalsvík - Kt. 620311-1110 - info(hjá)bdsetur.is

Safnið er lokað yfir veturinn en reynt er að opna fyrir hópa og vísindamenn ef pantað er með góðum fyrirvara, með tölvupósti  eða í síma 862 4348.

Walker sýni frá Hawaii komin

Jarðfræðingurinn G.P.L. Walker skildi eftir sig kennsluefni í Honolulu, þegar hann flutti aftur til Englands fyrir 20 árum síðan. Starfsmaður Breiðdalsseturs fór til Hawaii í mars og gekk frá sýnum Walkers til flutings. Sýnin (2 bretti) eða 1,3 t, voru í rúma tvo mánuði á leiðinni og var siglt yfir hálft Kyrrahafið, í gegnum Panama farvegi, yfir Atlantshaf, til Rotterdam og loks þaðan til Íslands. Sýnin eru frá eldfjöllum allstaðar að úr heiminum, en aðallega Kyrrahafssvæðinu. Þökkum starfsmönnum Háskólans í Hawaii kærlega fyrir aðstoðina þeirra. 

hawaii bdv 0 hawaii bdv 01 hawaii bdv 2

Gögnin í Honolulu Hawaii í mars 2016 og komin til Breiðdalsvíkur Íslands, í maí 2016