Málþing og opnun sýningar til heiðurs Dr. Stefáni Einarssyni 11. júní 2011
Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 13:00-17:00 Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
Dagskrá málþings
13:00 Málþing sett
Fundarstjórnandi – Páll Baldursson
Páll Baldursson
Fjallað verður um uppruna og rætur Stefáns í Breiðdal. Tengsl hans við byggðarlagið sitt, og þá staðreynd að þrátt fyrir að vera alfluttur úr Breiðdal ungur maður, þá var hugurinn og verk mjög oft á heimaslóðum. Farið verður yfir með hvaða hætti Stefán ræktaði þessi tengsl og þá ekki síst í ljósi þess að um áratugaskeið skildi heilt heimshaf á milli.
Vésteinn Ólason
Bókmenntarannsóknir Stefáns Einarssonar
Þótt sérmenntun Stefáns Einarssonar væri á sviði málvísinda skrifaði hann mikið um bókmenntir, þ.á. m um samtímahöfunda sem fátt hafði verið skrifað um áður, en einnig um bókmenntir frá fyrri öldum, og í bókmennasögu sinni, sem birtist bæði á ensku og íslensku, gefur hann yfirlit yfir íslenskar bókmenntir frá upphafi fram yfir miðja tuttugustu öld. Í erindinu verður gerð grein fyrir viðfangsefnum Stefáns og aðferðum.
14:30-15:30 Hlé
Hótel Bláfell selur gestum málþingsins kaffi og kökur á 1.500 kr
Steinasafnið í Breiðdal opið
15:30 Seinni hluti
Svavar Sigmundsson
Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi
Stefán var frumkvöðull hér á landi að rannsóknum á íslenskri hljóðfræði og skrifaði um mismunandi framburð eftir landshlutum. Þá skrifaði hann einnig um kerfisbundnar hljóðbreytingar í íslensku. Hann safnaði örnefnum í mörgum hreppum á Austurlandi fyrstur manna og skrifaði greinar um ýmis þeirra.
Smári Ólason
Kynning á þjóðlagasöfnun Stefáns Einarssonar
Stefán var sá fyrsti til að taka upp þjóðfræðilegt efni á segulband hér á landi. Upptökurnar hans voru annars vegar gerðar í septembermánuði árið 1954 í skrifstofu kaupfélagsstjórans í Gamla Kaupfélaginu sem nú hýsir Breiðdalssetur og hins vegar árið 1957 í Suðursveit. Spiluð verða hljóðdæmi frá þessum upptökum.
17:00 Opnun sýningar til heiðurs Dr. Stefáni Einarssyni
Að loknu málþinginu verða munir afhentir setrinu og sýning um Stefán Einarsson opnuð formlega.
Styrktaraðilar eru eftirfarandi:
CV mælenda á málþingi um Dr. Stefán Einarsson
Páll Baldursson
Páll Baldursson er fæddur 1974. Foreldrar Oddný Edda Sigurjónsdóttir (1939-2000) frá Snæhvammi í Breiðdal og Baldur Pálsson (1934) frá Gilsárstekk í Breiðdal. Maki er Þórunn Björg Jóhannsdóttir (1975) hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvíburana Benedikt Árna og Oddnýu Eddu (2006). Páll er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands (2000). Starfsmaður Landsbanka Íslands Austurlandi til 2006. Páll hefur verið sveitarstjóri Breiðdalshrepps frá árinu 2006.
Vésteinn Ólason
Vésteinn Ólason er fæddur á Höfn í Hornafirði 1939. Foreldrar Óli Guðbrandsson kennari (1899–1970), frá Randversstöðum í Breiðdal, og Aðalbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir (1908–1999) frá Gilsárstekk í Breiðdal. Maki 1960 Unnur A. Jónsdóttir. Börn Þóra, f. 1970 og Ari, f. 1972. Mag. art. og dr. phil. frá Háskóla Íslands. Lektor og síðar prófessor í íslenskum fræðum við erlenda háskóla og Háskóla Íslands 1968 til 1999, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar 1999–2009. Hefur átt þátt í útgáfu fornra texta og birt rit og greinar um íslenskar bókmenntir og þjóðfræði, þ. á m. Sagnadansa 1979, The Traditional Ballads of Iceland 1982 og Samræður við söguöld 1998. Ritstjóri og meðhöfundur Íslenskrar bókmenntasögu I–II 1992–93.
Svavar Sigmundsson
Svavar er fæddur 1939,stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1958, lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1966, vann við örnefnasafn Þjóðminjasafns Íslands 1966-1968, en var síðan sendikennari í Finnlandi 1969-71 og við orðabókarstörf og kennslu í Kaupmannahöfn á árunum 1971-1980. Heim kominn lauk ég við samningu Íslenskrar samheitaorðabókar, sem út kom 1985 en var síðan lektor og dósent í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands fram til 1998. Varð þá forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands til 2006, þegar hún var sameinuð Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rannsóknarprófessor þar til starfsloka 2009. Gæti bætt því við um sjálfan mig að ég var meðhöfundur að Orðabók um slangur 1983 og hef skrifað ýmsar greinar, ekki síst um nafnfræði og birtust allmargar þeirra í greinasafninu Nefningar 2009. Er ritstjóri Árbókar Hins íslenska fornleifafélags.
Smári Ólason
Smári Ólason er fæddur 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík til ársins 1970 er hann hélt til framhaldsnáms við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Hann lauk MA prófi í tónfræðum og tónvísindum árið 1977 en einnig stundaði hann nám í kirkjutónlist, tónsmíðum og kór-og hljómsveitarstjórn við skólann. Eftir að hann kom heim hefur hann m.a. starfað sem tónvísindamaður, tónlistarkennari, organisti, kórstjóri og einnig sem aðstoðarskólastjóri bæði við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann var gestavísindamaður við tónvísindadeild Háskólans í Lundi 1991-92 og tók þátt í dokorsnema seminörum við skólann til ársins 1994. Hann starfar nú sem tónlstarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Smári hefur gefið út fjölmargar greinar og haldið fyrirlestra um rannsóknarstörf sín og hefur víða komið fram sem tónlistarmaður og einnig komið að gerð all nokkurra geisladiska, m.a. „Raddir“ fyrir Stofnun Árna Magnússonar og „allt svo verði til dýrðar þér“ þar sem sungin eru þjóðlög sem hann hefur skrifað niður úr munnlegri geymd við undirleik orgels eftir útsetningum hans.