Silfurbergsbæklingur Breiðdalsseturs er kominn út:
Glettingur 64 - 2015 - Silfurberg – grunn nútímasamfélagsins er að finna á Austurlandi, Málþing í Breiðdalssetri - Feucht et al.
Glettingur 41 - 2006 - Silfurbergssúlan - merkileg saga um afreksverk - Jón Ólafsson
Glettingur 36 - 2004 - Silfurbergið og náman á Helgustöðum - Helgi Hallgrímsson
Glettingur 31 - 2002 - Um silfurberg frá Helgustöðum og þróun vísinda - Leó Kristjánsson
Starfsfólk Breiðdalsseturs sýnir gestum silfurberg og ljósbrot þess
10. október á Norðfirði
Silfurberg og mikilvægi þess í sögu mannkyns: Málþing og sýningaropnun:
FYRIRLESTRAR MÁLÞINGS SEM PDF:
Hjörleifur Guttormsson -Umhverfi Helgustaðanámu og friðlýsingin 1975
Christa Maria Feucht-Rannsóknarsaga jarðfræði Austurlands
Fjarðabyggð-Uppbygging Helgustaðanámu sem ferðamannastaðar
Kristján Jónasson -Verndargildi steina og staða jarðminjaverndar á Íslandi
Leó Kristjánsson í Helgustaðanámu 29. ágúst 2015: https://vimeo.com/247762871
Í Helgustaðanámunni 29.8.2015 Mynd í Helgustaðanámu árið 1956 eftir GPL Walker
Grein um málþingið: Glettingur 64 - 2015 - Silfurberg – grunn nútímasamfélagsins er að finna á Austurlandi, Málþing í Breiðdalssetri - Feucht et al.
Silfurberg er kalsíttegund (CaCO3) og er algeng ummyndunarsteind í bergi á Íslandi, sérstaklega á Austfjörðum. Steindin átti virkan þátt í framþróun vísinda og mætti segja að án silfurbergs væri ýmislegt í tækniheimi mannkynsins ekki enn komið á þann stað sem það er í dag. Margar uppgötvanir voru gerðar á silfurbergi og með hjálp þess, sem fleyttu framþróun í ýmsum vísindagreinum áfram. Flestar þessara uppgötvana komu fram á 19. öld, en þá var Helgustaðanáma í Reyðarfirði eini staðurinn í heiminum þar sem silfurberg fékkst.
Verkefnið inniheldur:
1. Sýningu, sem sett verður upp í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík í sumar, en verður síðan flutt á Eskifjörð í lok árs
2. Kynningarefni um silfurberg
3. Málþing um jarðfræði Austurlands með áherslu á silfurberg, 29. ágúst 15 á Breiðdalsvík og skoðunarferð til Helgustaðanámu (styrkt af Alcoa)
Silfurberg tvíbrýtur ljósið og sjást hlutir tvöfaldir, ef silfurbergið er gegnsætt (Einarsson og Sæmundsson 2013)
Föstudaginn 29. apríl kl. 12:15 flytur Leó Kristjánsson erindi um silfurberg á Austurlandi, notkun þess og mikilvægi á heimsvísu. Boðið verður upp á súpu. Leó Kristjánsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Á síðastliðnum 16 árum hefur hann meðal annars unnið að öflun gagna um notkun silfurbergskristalla í vísindum, einkum á tímabilinu 1780-1930. Rannsóknir á þessum kristöllum, sem fram til 1900, eða lengur, komu í flestum tilvikum frá Helgustöðum í Reyðarfirði, höfðu mikil áhrif á þróun ljósfræði og juku skilning á eðli efnisheimsins. Enn meiri urðu áhrif svonefndra Nicol-prisma úr silfurberginu, sem notuð voru í sérhæfð ljóstæki til fjölbreytilegra rannsókna á mörgum sviðum raunvísinda. Er óhætt að segja, að íslenska silfurbergið hafi flýtt ýmsum mikilvægum tækniframförum mannkyns um áratugi. Erindið er í senn sagnfræðilegt og jarðfræðilegt og er opið öllum.
Fyrirlestur Leós Kristjánssonar
Silfurberg úr Breiðdal