Málþing og opnun sýningar til heiðurs Dr. Stefáni Einarssyni 11. júní 2011
Dagskrá málþings ásamt erindindin
13:00 Málþing sett Fundarstjórnandi – Páll Baldursson texti hér
Páll Baldursson
Vésteinn Ólason
Bókmenntarannsóknir Stefáns Einarssonar
14:30-15:30 Hlé
Hótel Bláfell selur gestum málþingsins kaffi og kökur á 1.500 kr & Steinasafnið í Breiðdal opið
15:30 Seinni hluti
Svavar Sigmundsson
Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi
Stefán var frumkvöðull hér á landi að rannsóknum á íslenskri hljóðfræði og skrifaði um mismunandi framburð eftir landshlutum. Þá skrifaði hann einnig um kerfisbundnar hljóðbreytingar í íslensku. Hann safnaði örnefnum í mörgum hreppum á Austurlandi fyrstur manna og skrifaði greinar um ýmis þeirra.
Smári Ólason
Kynning á þjóðlagasöfnun Stefáns Einarssonar
Stefán var sá fyrsti til að taka upp þjóðfræðilegt efni á segulband hér á landi. Upptökurnar hans voru annars vegar gerðar í septembermánuði árið 1954 í skrifstofu kaupfélagsstjórans í Gamla Kaupfélaginu sem nú hýsir Breiðdalssetur og hins vegar árið 1957 í Suðursveit. Spiluð verða hljóðdæmi frá þessum upptökum.
17:00 Opnun sýningar til heiðurs Dr. Stefáni Einarssyni
Að loknu málþinginu verða munir afhentir setrinu og sýning um Stefán Einarsson opnuð formlega.
Styrktaraðilar eru eftirfarandi: